Erlent

Ebólusmitaður maður flúði af sjúkrahúsi í Austur-Kongó

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Austur-Kongó þar sem ebólusmit hafa greinst að nýju.
Frá Austur-Kongó þar sem ebólusmit hafa greinst að nýju. Getty/Kay Nietfeld

Yfirvöld í Austur-Kongó óttast að Ebólusmit geti dreifst um landið eftir að sjúklingur, smitaður af Ebólu, flúði af sjúkrahúsi í bænum Beni.

Austur-Kongó hafði verið tveimur dögum frá því að lýsa yfir lokum faraldursins þegar smit greindist að nýju 10. Apríl síðastliðinn. Þá höfðu sjö vikur liðið frá því að smit hafði greinst.

Reuters greinir frá því að 28 átta ára gamall leigubílstjóri hafi flúið af sjúkrahúsi síðasta föstudag.

„Við erum að gera hvað við getum til þess að ná manninum úr samfélaginu,“ segir Boubacar Diallo yfirmaður hjá WHO í landinu og bætti við að búist sé við frekari smitum í tengslum við manninn.

Alls hafa sex ebólusmit greinst síðan að veiran greindist að nýju fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×