Erlent

Á­rásar­maðurinn í Frakk­landi fannst látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gérald Darmin, innanríkisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að árásarmaðurinn hefði fundist látinn.
Gérald Darmin, innanríkisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að árásarmaðurinn hefði fundist látinn. Getty/Chesnot

48 ára gamall karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið þrjá lögreglumenn til bana í smábænum Saint-Just í miðhluta Frakklands seint í gærkvöldi fannst síðar látinn.

Frá þessu er greint á vef BBC. Lögreglan var kölluð að húsi í bænum vegna heimilisofbeldis og skaut maðurinn að lögreglumönnum sem komu að. Hann myrti annan þeirra og særði hinn.

Síðan kveikti hann í húsinu og skaut tvo aðra lögreglumenn til bana sem komu á vettvang. Kona hafði flúið upp á þak hússins og tókst að bjarga henni.

Í fyrstu var ekki vitað hvort maðurinn hefði verið inni í húsinu sem brann eða hvort hann hefði flúið af vettvangi.

Síðar staðfesti innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, að maðurinn hefði fundist látinn. Heimildarmenn innan úr lögreglunni hafa sagt frönskum fjölmiðlum að maðurinn hafi fundist í bíl skammt frá og talið sé að hann hafi svipt sig lífi en það hefur ekki fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×