Erlent

Frumbyggjar rifu niður styttu af landvinningamanni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogar frumbyggjanna segja að styttan af Belacázar sé tákngervingur þjóðarmorðs.
Leiðtogar frumbyggjanna segja að styttan af Belacázar sé tákngervingur þjóðarmorðs. EPA/Elkin Rojas

Mótmælendur úr röðum frumbyggja í Kólómbíu tóku sig til og rifu niður fræga styttu í borginni Popayán af landvinningamanninum spænska, Sebastian de Belacázar. Meðlimir Misak ættbálksins efndu til mótmælanna og komu þeir böndum á styttuna, sem sýnir Belcázar á hesti sínum, niður af stallinum.

Leiðtogar frumbyggjanna segja að styttan af Belacázar sé tákngervingur þjóðarmorðs sem Spánverjar frömdu á innfæddum þegar þeir réðust inn í Suður Ameríku og einnig tákngervingur þrælahaldsins sem upphófst í kjölfarið.

Borgarstjóri Popayán mótmælti aðgerðunum og segir styttuna kennileiti í borginni, sem státi annars af mikilli fjölmenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×