Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar flytur sjó­mann til Reykja­víkur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrla Gæslunnar kemur á Landspítalann með sjúkling
Þyrla Gæslunnar kemur á Landspítalann með sjúkling Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út tuttugu mínútur í tvö vegna beiðnar sem barst frá sjómanni sem staddur var úti fyrir Ströndum. Hann var með verk fyrir hjarta og var einn um borð. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

„Þyrlusveitin var þegar í stað kölluð út sem og björgunarsveitir á svæðinu og maðurinn var beðinn um að sigla í átt að Norðurfirði og björgunarsveitir sigldu á móti honum og fylgdu honum í land og þar tók síðan áhöfnin á TF-GRÓ á móti honum og flytur hann núna til Reykjavíkur þar sem honum verður komið undir læknishendur,“ sagði Ásgeir.

Gert er ráð fyrir að þyrlan verði komin til Reykjavíkur eftir um 20 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×