Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Frakk­lands sak­felldur

Atli Ísleifsson skrifar
Penelope og Francois Fillon í dómshúsi í París í mars síðastliðinn.
Penelope og Francois Fillon í dómshúsi í París í mars síðastliðinn. Getty

Francois Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, hefur verið sakfelldur fyrir að hafa greitt eiginkonu sinni og barni háar upphæðir í laun úr opinberum sjóðum fyrir uppdiktuð störf.

AP segir að eiginkona hans, Penelope Fillon, hafi einnig verið verið dæmd fyrir aðild að svikunum. Fjölskyldan þáði rúmlega milljón evrur, um 155 miljónir á núverandi gengi, frá árinu 1998 að því er fram kemur í frétt AP.

Fillon var forsætisráðherra Frakklands á árunum 2007 til 2012. Hann var forsetaefni Repúblikana árið 2017, en honum gekk illa í kosningabaráttunni eftir að franskir fjölmiðlar fjölluðu um ásakanirnar. Fillon hafnaði í þriðja sæti í fyrri umferð forsetakosninganna og var  Emmanuel Macron svo kjörinn forseti í síðari umferðinni.

Reuters segir frá því að Fillon hafi fengið fimm ára fangelsisdóm, auk þess að hann hafi verið dæmdir til greiðslu 375 þúsund evra sektar, um 59 milljóna króna. Penelope Fillon er dæmd í þriggja ára fangelsi og sömuleiðis til greiðslu 375 þúsund evra sektar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×