Erlent

Fyrr­verandi yfir­maður danska hersins dæmdur í fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Mathiesen tók við stöðu yfirmanns hersins árið 2014, en var látinn hætta eftir að upp komst um málið árið 2018.
Mathiesen tók við stöðu yfirmanns hersins árið 2014, en var látinn hætta eftir að upp komst um málið árið 2018. Wikipedia commons

Dómstóll í Viborg í Danmörku hefur dæmt Hans-Christian Mathiesen, fyrrverandi yfirmann danska hersins, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa misnotað vald sitt.

Danskir fjölmiðlar segja hann hafa breytt inntökuskilyrðum í herinn til að greiða leið fyrir kærustu sína til að hún fengi þar stöðu.

Verjandi Mathiesen segir að dómnum hafi verið áfrýjað á staðnum.

Dómurinn var einróma í afstöðu sinni um sekt Mathiesen, en ekki um lengd refsingar. Tveir dómaranna vildu sextíu daga fangelsisdóm, en sá þriðji vildi að Mathiesen yrði dæmdur í níutíu daga fangelsi.

Auk þess að vera dæmdur fyrir valdamisnotkun var hann dæmdur fyrir vanrækslu í starfi og fyrir að hafa látið trúnaðarupplýsingar af hendi.

Mathiesen tók við stöðu yfirmanns hersins árið 2014, en var látinn hætta eftir að upp komst um málið árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×