Lífið

Andri Sig­þórs og Anne selja ein­býlis­hús af dýrari gerðinni í Foss­voginum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Andri og Anne hafa komið sér vel fyrir í Fossvoginum.
Andri og Anne hafa komið sér vel fyrir í Fossvoginum.

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett fallega einbýlishúsið sitt í Fossvoginum á sölu en fasteignamatið hljómar upp á 109,7 milljónir en líklegt er að húsið fari á mun hærra verði. 

Húsið er bjart og fallegt og vel skipulagt en það er 257 fermetrar og fimm svefnherbergi eru í því ásamt því að myndarlegur garður umkringir húsið. Húsið er á besta stað í Fossvoginum rétt hjá Víkinni.

Húsið var byggt árið 1971 en var endurnýjað árin 2013 og 2014 og er glæsilega innréttað eins og sést á meðfylgjandi myndum hér að neðan.

Eldhúsið er fallega innréttað.
Stofan er björt og arinn er í horninu til að kveikja í á köldum vetrarkvöldum.
Það er útsýni beint út á fótboltavöll úr einu herbergjanna.
Stofan, borðstofan og eldhúsið eru samtengd.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.