Jólin

Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki konunnar sem glímir við öll möguleg ofnæmi.
Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki konunnar sem glímir við öll möguleg ofnæmi.

Annar í aðventu er runninn upp og margir komnir í jólaskap.

Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni.

Hér að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr Stelpunum sem sýnt var í þættinum í nóvember 2010. Þar bregður Ilmur Kristjánsdótir sér í gervi Ofnæmiskonunnar svokölluðu sem virðist glíma við hvert einasta mögulega ofnæmi í heiminum.

Atriði má sjá hér að neðan. 

Þeir sem fá ekki nóg af Stelpunum hafa örugglega gaman af þessu atriði þar sem Ilmur og Nína Dögg Filippusdóttir fara á kostum.


Tengdar fréttir






×