Körfubolti

Blokkpartý hjá Vestra í sigrinum óvænta á Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leiknum.
Frá leiknum. Skjámynd/Youtube/Jakinn TV
Sextán liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta fóru fram um helgina og klárast með lokaleiknum í Þorlákshöfn í kvöld. Óvæntustu úrslit helgarinnar voru án efa í Jakanum á Ísafirði.

Vestramenn slógu þá úr Domino´s deildar lið Hauka en Vestra liðið er að gera mjög flotta hluti í 1. deildinni undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar þjálfara.

Vestri vann Hauka 87-83 en hvorugt liðið tefldi fram bandarískum leikmanni í leiknum. Nebojsa Knezevic (36 stig) og Nemanja Knezevic (17 stig, 23 fráköst) eru hinsvegsr í risastórum hlutverkum hjá Ísafjarðarliðinu.

Vestri er eina liðið utan Domino´s deildar karla sem er komið alla leið í átta liða úrslit Geysisbikarsins.

Jakinn TV tók upp leikinn og sendi út á netinu. Þar á bæ voru allir mjög sáttir með úrslitin og ákváðu að klippa saman myndband með öllum vörðu skotunum hjá leikmönnum Vestra í leiknum. Myndbandið skírðu þau að sjálfsögðu Blokkpartý og það má sjá hér fyrir neðan.





Auk Vestra verða lið Stjörnunnar, Skallagríms, Tindastóls, ÍR, KR og Grindavík í pottinum þegar dregið verður á morgun. Það kemur síðan í ljós í kvöld hvort Þór Þorlákshöfn eða Njarðvík verða áttunda og síðasta liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×