Innlent

Tók 70 milljóna vinningsmiða með stóískri ró

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjötíu milljónir kæmu flestum vel.
Sjötíu milljónir kæmu flestum vel. Vísir/Stefán

Einn hlaut hlaut 70 milljónir króna í milljónaveltu Happdrættis Háskólans þegar dregið var í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá happdrættinu.

„Vinningshafinn, sem hefur átt miða hjá happdrættinu í fjölda ára, var einstaklega yfirvegaður og tók fréttunum af stóískri ró,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Þá segir í tilkynningu að um sé að ræða langhæsta vinning sem happdrættið hafi greitt út í ár.

Annar tryggur miðaeigandi fékk svo hæsta vinning í aðalútdrætti á trompmiða og fær 25 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðaeigandi hreppti hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær 5 milljónir í sinn hlut.

Heildarfjárhæð útgreiddra vinninga eftir útdráttinn er tæpar 196 milljónir króna sem skiptist á milli 3.302 miðaeigenda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.