Lífið

Óupplýst lögreglumál - Morð á öðrum degi jóla 1945

Kristján Guðjónsson prentari fannst látinn í yfirgefnum bragga í svokölluðu Kveldúlfsporti á öðrum degi jóla 1945. Hann hafði verið barinn til ólífs og skilinn eftir í blóði sínu.  Það var ungur maður um tvítugt sem kom auga á Kristján í bragganum en Kristján var þá látinn. Kristján var heiðvirður borgari, giftur og átti uppkominn son. Morðið vakti óhug í samfélaginu á þessum tíma, enda var ástæða morðins öllum mikil ráðgáta.

Skömmu eftir morðið gaf vitni sig fram sem sagðist hafa séð mann hlaupa í veg fyrir bíl sinn á svipuðum slóðum og Kristján fannst, en Kveldúlfsportið var gengt Sænska frystihúsinu sem stóð þar sem Seðlabanki Íslands er nú. Vitnið taldi að maðurinn hefði verið dökkur á brún og brá en að myrkur var skollið á þegar hann sá manninn og því gat vitnið ekki borið frekari kennsl á þennan mann. Breskir og bandarískir hermenn voru enn á Íslandi á þessum tíma og beindist rannsókn lögreglunnar fljótlega að þeim örfáu erlendu hermönnum sem voru dökkir á hörund. Rannsókn lögreglunnar leiddi þó fátt í ljós og er morðið á Kristján enn óupplýst.

Morðið á Kristjáni er elsta óupplýsta lögreglumálið sem tekið er fyrir í Óupplýstum lögreglumálum. Meðal viðmælenda í þættinum er Valdís Samúelsdóttir, ein fárra eftirlifandi ættingja Kristjáns, og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.

Þetta er 6. og síðasti þátturinn af Óupplýstum lögreglumálum en þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 kl. 21:05 næstkomandi sunnudag. Þátturinn er í umsjón Helgu Arnardóttur. Hægt er að horfa á fyrri þætti á VOD / Stöð 2 Frelsi, í gegnum OZ í iPad og iPhone og á Netfrelsi hjá Stod2.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.