Innlent

Vodafone afhendir ekki heldur gögn vegna nauðgunarrannsóknar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vodafone mun ekki heldur afhenda lögreglunni á Selfossi gögn sem símafyrirtækin voru krafin um vegna rannsóknar á nauðgun í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þetta staðfestir Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi fyrirtækisins í samtali við Vísi.

Vegna rannsóknar málsins hafði lögregla krafist þess að Símanum yrði gert að afhenda lögreglu upplýsingar um inn- og úthringingar um þau fjarskiptamöstur sem náðu inni í Herjólfsdal á tímabilinu frá kl. 5.35 til 5.45 mánudaginn 6. ágúst 2012, eða rétt eftir að talið er að nauðgunin hafi átt sér stað. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu um að símafyrirtækjunum yrði gert að afhenda gögnin. Síminn kærði hins vegar þann úrskurð til Hæstaréttar og Hæstiréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og hafnaði kröfu lögreglunnar.

Vodafone hafði ekki afhent gögnin eftir að Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í málinu. Það verður ekki gert úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×