Innlent

Kirkjan krefst þess að þjóðkirkjan verði áfram í stjórnarskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bréfið var meðal annars sent á alla þingmenn.
Bréfið var meðal annars sent á alla þingmenn. mynd/ gva.
Kirkjuráð hefur sent öllum alþingismönnum og fulltrúum í stjórnlagaráði áskorun kirkjuþings þess efnis að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í þeirri stjórnarskrá sem Alþingi hefur í hyggju að afgreiða. Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×