Erlent

Nubo boðið til Danmerkur

Huang Nubo
Huang Nubo
Viðskiptaráðherra Danmerkur, Pia Olsen Dyhr, hefur boðið kínverska fjárfestinum Huang Nubo til Danmerkur til þess að hann geti kynnt sér danska menningu. Viðskiptaráðherranum finnst jafnframt tilvalið að Kínverjinn heimsæki Grænland.

Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í janúar síðastliðnum bað forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, um fund með Huang Nubo sem einnig var á ráðstefnunni.

Það er mat Dyhr að ekki séu ástæður til að hafa strax áhyggjur af því að Kínverjar kaupi jarðir í Danmörku. Zhongkun Investment Group, sem er í eigu Kínverjans, vill flytja kínverska verkamenn til Danmerkur vegna mögulegra fjárfestinga en Dyhr mun hafa bent á að í Danmörku sé hæfur vinnukraftur.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×