Innlent

Hundur beit stúlku - eigandinn stakk af frá vettvangi

Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Unglingsstúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hún var á göngu í Bústaðahverfinu þegar þetta gerðist en hundurinn beit hana í höndina svo á sá.

Þrátt fyrir leit lögreglu fannst hvorki hundurinn né eigandi hans en sá síðarnefndi var á vettvangi þegar atvikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×