Innlent

Svandís vill stjórnsýsluúttekt vegna sorpbrennslustöðva

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir hefur óskað eftir stjórnsýsluúttekt vegna afskipta ráðuneytisins, *Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra af sorpbrennslustöðvum. Mynd/ Valli.
Svandís Svavarsdóttir hefur óskað eftir stjórnsýsluúttekt vegna afskipta ráðuneytisins, *Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra af sorpbrennslustöðvum. Mynd/ Valli.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að fram fari stjórnsýsluúttekt á afskiptum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra aðila af sorpbrennslustöðvum sem fengu starfsleyfi fyrir 28. desember 2002.

Beiðnin er tilkomin vegna umræðu um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði að undanförnu og mögulega tengingu hennar við mælingar á díoxínmengun í mjólkurafurðum frá býli í nágrenni stöðvarinnar.

Svandís vill að markmið stjórnsýsluúttektarinnar verði að leiða í ljós hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd málsins og hvort hagsmuna almennings og umhverfis hafi verið gætt í þessu ferli. Jafnframt að leggja fram tillögur um úrbætur í stjórnsýslunni og eftir atvikum á lagaumhverfi stjórnvalda ef ástæða er talin til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×