Innlent

Lou Reed veitti Ragnari verðlaun kennd við Malcolm McLaren

Ragnar Kjartansson.
Ragnar Kjartansson.
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson fékk í gærkvöldi verðlaun í New York sem kennd eru við Malcolm McLaren. McLaren, sem lést í fyrra, var á sínum tíma umboðsmaður bresku pönksveitarinnar Sex Pistols og af sumum talinn sá sem mest áhrif hafði á þá tónlistarstefnu.

Ragnar fékk verðlaunin fyrir óperugjörning sinn Bliss sem sýndur var í borginni um helgina en gjörningurinn tók tólf tíma í flutningi. Kristján Jóhannsson var á meðal fjölmargra söngvara sem þátt tóku í gjörningnum.

Ragnar tók við verðlaununum úr hendi tónlistarmannsins Lou Reed en verðlaununum fylgja 10 þúsund dollarar, eða um 1200 þúsund krónur.

Hér má hlusta á hljóðupptöku frá gjörningnum sem einn áhorfenda tók upp um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×