Innlent

Bjarni gagnrýnir seinagang sérstaks saksóknara

Bjarni sagðist geta tekið undir með þeim sem segja að það sé einkennilegt að embætti sérstaks saksóknara hafi ekki gefið út fleiri ákærur.
Bjarni sagðist geta tekið undir með þeim sem segja að það sé einkennilegt að embætti sérstaks saksóknara hafi ekki gefið út fleiri ákærur.
Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir að sérstakur saksóknari hafi ekki gefið út fleiri ákærur en raun ber vitni. Hann segir óþolinmæði almennings eðlilega.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal viðmælenda Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag.

„Ég get tekið undir með þeim sem segja að það sé einkennilegt að ekki skuli framkomnar fleiri ákærur. Mér finnst sem það hafi verið gefið til kynna nokkrum sinnum að það væru að koma ákærur og þannig hefur verið ýtt undir væntingar um að mál séu að fara skýrast en síðan gerist það ekki. Síðast að ég held í þessari viku sá ég að saksóknari var að segja að von væri á fleiri ákærum. Þannig að ég skil það vel og það er eðlilegt að fólk sé óþolinmótt að sjá framgang í þessum málum en þau eru öll í traustum farvegi," sagði Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×