Innlent

Enn skilgreint sem hættusvæði

Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar að svæðið í grennd við jökulinn er enn skilgreint sem bannsvæði. Myndin var tekin 10. maí.
Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar að svæðið í grennd við jökulinn er enn skilgreint sem bannsvæði. Myndin var tekin 10. maí. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Verulega hefur dregið úr gosvirkni í Eyjafjallajökli en sérfræðingar segja ótímabært að segja að gosinu sé lokið. Ómar Ragnarsson flaug yfir gosstöðvarnar í morgun og varð ekki var við neinar eldhræringar.

Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar að svæðið í grennd við jökulinn sé enn skilgreint sem bannsvæði. Nokkuð hefur verið um það um helgina að fólk reyni að komast inn í Þórsmörk og að Hamragarðaheiði. Lögreglan brýnir fyrir fólki að um hættusvæði sé að ræða þangað til annað hefur verið tilkynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×