Erlent

Banna plastpoka í San Francisco

Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt bann við plastpokum, eins og þeim sem maður fær úti í búð. Búist er við því að borgarstjóri San Francisco eigi eftir að samþykkja lögin og verðu borgin þá sú fyrsta í Bandaríkjunum sem bannar plastpoka.

Samkvæmt nýju lögunum verða búðir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á bréfpoka sem hægt er að endurvinna, plast sem að brotnar niður í náttúrunni eða taupoka. Tilgangur laganna er að hreinsa til í borginni og gera hana og höfnina hreinlegri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×