Erlent

Bjartsýnir á árangur gegn ETA

Spánverjar vonast til þess að handtökur tuttugu meðlima ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, þeirra á meðal meints leiðtoga samtakanna verði til að draga allan mátt úr samtökunum. "ETA er veikara en áður og í mjög slæmum málum," sagði Jose Antonio Alonso, innanríkisráðherra Spánar. Hann sagði þó of snemmt að fagna sigri. "Við megum ekki slappa af eitt augnablik í baráttunni við hryðjuverkastarfsemi ETA. Lagt var hald á mikið magn skotfæra og sprengiefna á sama tíma og fólkið var handtekið. Mikel Albizu Iriarte, sem talinn er hafa stýrt ETA frá 1993 var handtekinn í Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×