Fleiri fréttir

Óttast ekki offramboð á notuðum bifreiðum

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins óttast ekki að bílasölur muni fyllast af notuðum bílaleigubílum á næstu vikum og mánuðum. Bílasali til 49 ára þarf nú í fyrsta sinn að vísa fólki frá og segir að notaðar bifreiðar séu enn of dýrar.

Azazo tekið til gjaldþrotaskipta

Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrradag. Félag í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) keypti rekstur fyrirtækisins úr þrotabúinu.

Frekari vaxtalækkanir ef ríkið sýnir ábyrgð

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir ábyrga hagstjórn forsendu þess að vextir hér á landi geti lækkað frekar. Viðskiptalífið fagnar óvæntri stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans.

FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis.

MS vinnur Arla í keppni um besta skyrið

Ísey skyr frá MS hlaut gullverðlaun í flokki mjólkurafurða og í keppni um besta skyrið á alþjóðlegri matvælasýningu sem haldin er í Herning í Danmörku

RIFF og TVG-Zimsen í samstarf

TVG-Zimsen mun sjá um alla flutninga fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem nú stendur yfir í Reykjavík. Þetta er í fjórtánda skipti sem RIFF er haldin hátíðleg.

Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs

Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.

Launaskrið hjá sjóðastýringarfélögum bankanna

Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækja bankanna voru með 1.690 til 2.070 þúsund krónur í laun á mánuði á fyrri helmingi ársins. Launaskriðið var hvað mest hjá Stefni. Meðallaun starfsmanna Stefnis hafa hækkað um 150 prósent á átta árum.

Stýrivextir lækka

Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum.

Kaupaukakerfi Kviku banka lagt niður eftir rannsókn FME

FME telur Kviku hafa brotið gegn reglum um kaupauka þegar starfsmenn fengu 400 milljónir í arð. Kvika hefur innleyst bréf starfsmanna og vill ljúka málinu með  sátt og greiðslu sektar. FME rannsakar arðgreiðslur smærri fjármálafyrirtækja.

Keyptu í Sjóvá fyrir 150 milljónir

Fjárfestingasjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance Management keyptu í liðinni viku rúmlega 9,2 milljónir hluta í tryggingafélaginu Sjóvá. Sjóðir á vegum félagsins eiga nú samanlagt 5,59 prósenta hlut í tryggingafélaginu, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar.

Setja Tempo í söluferli

Stjórn Nýherja hefur falið alþjóðlega fjárfestingabankanum AGC Partners að hefja formlegt söluferli á verulegum eignarhlut félagsins í dótturfélaginu Tempo.

200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco

Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna.

Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi

Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar.

Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma

Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála.

Alþjóðleg markaðsyfirráð

Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings.

Sjá næstu 50 fréttir