Fleiri fréttir

Það er hollt að gráta

Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar.

Rífandi stemning á aukasýningu Gervais

Grínistinn Ricky Gervais hélt uppi stuðinu í Hörpu á fimmtudag og föstudag með sýningunni Humanity. Miðar á sýningarnar tvær ruku út á mettíma og á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra af þeim sem voru svo heppnir að ná í miða á aukasýninguna á föstudaginn.

Nú eru það gulltennur í fermingargjöf

Á sunnudag var opnuð á Instagram skartgripabúðin Reykjavík grillz þar sem seldir eru handgerðir skartgripir. Búðin sérhæfir sig í svokölluðum grillz, eins konar tannskarti.

Bæði fyndið og fróðlegt eins og við var að búast

Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar?

Listin að leggja sig og svona kaupir þú þér íbúð

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að nefna stóra fat-shame málið þar sem Karl Th. Birgisson kemur við sögu.

Auddi og Steindi barðir í köku í Asíska drauminum

Þriðji þátturinn af Asíska drauminum var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar keppa þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson á móti Auðunni Blöndal og Steinda Jr.

Sjáðu fyrsta YouTube-myndbandið

Ein vinsælasta vefsíða heims er YouTube og gengur hún út á það að fólk og fyrirtæki hlaða upp myndböndum inn á miðilinn.

Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna

Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag.

Halldóra fær verðlaun ESB

Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler.

Heilt þorp til sölu í Oregon

Þorpið Tiller í Oregon í Bandaríkjunum er til sölu á einungis 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 385 milljónum króna.

Happy Days leikkona látin

Erin Moran, sem þekktust er fyrir túlkun sína á persónunni Joanie Cunningham í gamanþáttaröðunum Happy Days og Joanie Loves Chachi, er látin. Hún var 56 ára.

Cuba Gooding Sr. látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Cuba Gooding Sr., er látinn 72 ára að aldri.

Bill Murray gefur út plötu með sígildri tónlist

Á plötunni mun leikarinn syngja lög eftir tónskáldin George Gershwin og Stephen Foster, auk laga úr söngleiknum West Side Story. Þá mun hann einnig lesa upp brot úr verkum frægra rithöfunda.

Dropinn holar augasteininn

Anna Jónsdóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir bandarísk 20. aldar tónskáld í Norræna húsinu á morgun, 23. apríl, klukkan 15:15.

Fyrst og fremst heiður

Orri Harðarson var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2017 til 2018 á sumardaginn fyrsta. Fleiri hlutu viðurkenningar fyrir framlög sín til menningar og lista.

Gleði frá Dolly Parton

Nemendur í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz hafa staðið í ströngu undanfarna daga við æfingar á söngleiknum Nine to Five sem Dolly Parton gerði ógleymanlegan á sínum tíma.

Ganga fyrir vísindi

Gengið verður frá Skólavörðuholti klukkan 13 í dag, á Degi jarðar. Eftir gönguna er efnt til fundar í Iðnó um stöðu vísinda í heiminum.

Sjá næstu 50 fréttir