Tónlist

Lag Jónsa í Sigur Rós mun hljóma í nýrri kvikmynd með Emmu Watson og Tom Hanks

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jón Þór Birgisson, Jónsi, spilar á tónleikum í Biddinghuizen í Hollandi í ágúst 2016.
Jón Þór Birgisson, Jónsi, spilar á tónleikum í Biddinghuizen í Hollandi í ágúst 2016. Vísir/Getty
Lag eftir tónlistarmanninn Jónsa, sem gjarnan er kenndur við Sigur Rós, mun hljóma í kvikmyndinni The Circle. Pitchfork greinir frá.

Með aðalhlutverk í myndinni fara ekki ómerkari leikarar en Emma Watson og Tom Hanks en leikstjóri er James Ponsoldt. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Dave Eggers sem kom út árið 2013.

Lag Jónsa, sem heitir fullu nafni Jón Þór Birgisson, er ný túlkun hans á laginu Simple Gifts, þekktu bandarísku trúarlagi frá 19. öld.

Myndin verður frumsýnd þann 28. apríl næstkomandi.

Á næstu mánuðum mun Jónsi svo halda áfram tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni, Sigur Rós. Hægt er að hlusta á lag Jónsa á heimasíðu Pitchfork ef smellt er á hlekkinn ofar í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×