Lífið

Krefjast þess að Radiohead hætti við tónleika í Ísrael

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Radiohead er á tónleikaferðalagi um heiminn þessa dagana.
Radiohead er á tónleikaferðalagi um heiminn þessa dagana. Vísir/Getty
Þekktir listamenn á borð við Roger Waters, Ken Loach og Thurston Moore hafa krafist þess að breska hljómsveitin Radiohead hætti við fyrirhugaða tónleika sína í Ísrael í sumar.

Loach, Waters og fleiri, þar á meðal Desmond Tutu, hafa skrifað opið bréf til hljómsveitarinnar þar sem Thom Yorke og félagar eru beðnir um að endurskoða ákvörðun sína um að spila í landi „þar sem kerfisbundinni aðskilnaðarstefnu hefur verið þröngvað upp á íbúa Palestínu.“

Í bréfinu er komið inn á stuðning hljómsveitarinnar við sjálfstæðisbaráttu Tíbeta og þar segir að hljómsveitin sýni af sér tvískinnung með því að styðja ekki íbúa Palestínu.

Hljómsveitin spilar í Tel Aviv þann 19. júlí og verður það í fyrsta sinn í 17 ár sem hljómsveitin kemur fram í Ísrael. Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar er giftur ísraelskri konu og þá fór Creep, fyrsti smellur hljómsveitarinnar, fyrst á flug í Ísrael, snemma á tíunda áratugnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×