Lífið

Sjáðu fyrsta YouTube-myndbandið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jawed var ekki beint að selja myndbandið.
Jawed var ekki beint að selja myndbandið.
Ein vinsælasta vefsíða heims er YouTube og gengur hún út á það að fólk og fyrirtæki hlaða upp myndböndum inn á miðilinn. 

Vefsíðan fór í loftið 23. apríl árið 2005 og varð hún því tólf ára í gær. Myndbandið er af honum Jawed sem skellti sér í dýragarðinn og heitir myndbandið því auðvitað Me at the zoo.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 38 milljón sinnum og má sjá það hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×