Menning

Halldóra fær verðlaun ESB

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Halldóra Thoroddsen.
Halldóra Thoroddsen. Vísir/GVA
Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler sem kom út í fyrra.

Verðlaunin eru veitt þátttökuríkjum Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins. „Verðlaunin eiga að hampa framúrskarandi hæfileikafólki sem er að þreifa sig áfram á bókmenntavellinum, 12 höfundum á ári hverju,“ segir í tilkynningu.

„Creative Europe styrkir alls 250 þúsund listamenn og starfsfólk í menningargeiranum, til dæmis með því að koma listaverkum á framfæri á alþjóðavísu. Á árunum 2014-2020 verða veittar í áætlunina 1,46 milljarðar evra, eða um 173 milljarðar króna.“

Halldóra er fædd 1950.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×