Lífið

Listin að leggja sig og svona kaupir þú þér íbúð

Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að nefna stóra fat-shame málið þar sem Karl Th. Birgisson kemur við sögu.

Ricky Gervais kom til landsins og var fyndinn. Stjörnurnar á Íslandsmótinu í fitness slógu í gegn og þú hefur öll tækifærin til þess að spara fyrir íbúð. 

Stefán og Tryggvi fóru síðan vel yfir listina að leggja sig. Lögnin er eitthvað sem margir Íslendingar eiga að kannast við og hvað er betra en að leggja sig í skammdeginu eftir erfiðan dag.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 22. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Að þessu sinni var Tryggvi Páll Tryggvason gestastjórnandi. (@tryggvipall)


Tengdar fréttir

Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum.

Nauðsynlegt að vera cunt í heimi dragdrottninga

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum og ber þar helst að nefna plötusamningurinn sem Glowie gerði við útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×