Menning

Dropinn holar augasteininn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Anna og Brynhildur hafa starfað saman í fjölda ára.
Anna og Brynhildur hafa starfað saman í fjölda ára.
Anna Jónsdóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir bandarísk 20. aldar tónskáld í Norræna húsinu á morgun, 23. apríl, klukkan 15:15.

Meðal annars frumflytja þær verkið Dropinn holar augasteininn, eftir Jeffrey Lependorf, sem samið er við sjö ljóð Ingimars Erlends Sigurðssonar rithöfundar. Ljóðin fjalla um dropa, tár, sorg, náttúruna, ástina, lífið og dauðann.  

Tónverkið er innblásið af loftslagsbreytingum og bráðnun íslenskra jökla og myndbandsverk sem er óskilgetið afkvæmi tónverksins verður sýnt samhliða flutningi þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×