Lífið

Læknir deildi ótrúlegu myndbandi af náttúrulegum keisara

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Hefðbundinn keisaraskurður framkvæmdur.
Hefðbundinn keisaraskurður framkvæmdur. vísir/getty
Myndband af barni sem kemur í heiminn eftir keisaraskurð hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu sést hvernig barnið gægist út úr rifu á kviði móður sinnar og ber heiminn augum í fyrsta skipti.

Aðgerðin sem sýnd er í myndbandinu er sérstök tegund af keisaraskurði, svokallaður „náttúrulegur keisari“.

Helsti munurinn á náttúrulegum keisara og venjulegum keisaraskurði er í fyrsta lagi að foreldrar eru virkir þátttakendur í barnsfæðingunni og í öðru lagi er fæðingin hæg og barninu leyft að fikra sig sjálft út úr kviðnum með aðstoð lækna. Í þriðja lagi er barnið fært móðurinni eins fljótt og unnt er en talið er að snerting móður og barns strax eftir fæðingu sé ákjósanleg.

Myndbandið hefur fengið yfir 16 þúsund áhorf en því var deilt af lækni í Venesúela.

Myndbandið má sjá hér að neðan en við teljum ástæðu til þess að vara viðkvæma við efni þess. 

A post shared by Jham frank lugo (@fertilugo) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×