Lífið

Sjáðu hvernig teiknispjaldið Etch A Sketch lítur út að innan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mjög margir hafa leikið sér í þessu tæki í margar klukkustundir.
Mjög margir hafa leikið sér í þessu tæki í margar klukkustundir.
Það kannast eflaust mjög margir við teiknispjaldið Etch A Sketch en það var gríðarlega vinsælt á árum áður.

Sumir voru einstaklega góðir að teikna með tveimur hringlaga tökum sem aðeins átti að snúa svo að línurnar birtust.

Tækið á rætur að rekja alla leið til ársins 1959 þegar Frakkinn André Cassagnes mætti með það á leiktækjasýningu í Nurberg í Þýskalandi.

Á YouTube-síðunni What's Inside? má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig tækið lítur út að innan og hvað sé akkúrat inn í því. Skemmtilegt myndband sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×