Lífið

Keypti bara nauðsynjavörur í heilt ár og þetta er upphæðin sem hún sparaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sniðugt aðferð til að spara.
Sniðugt aðferð til að spara.
Michelle McGagh starfar sem blaðamaður og heldur einnig úti bloggsíðu. Hún ákvað einn daginn að gerast mínimalisti og kaupa aðeins nauðsynjavörur í heilt ár.

McGagh hafði starfað sem viðskiptablaðamaður í tíu ár, en hún hafði aldrei náð almennilegum tökum á eyðslunni sinni, og oftast eyddi hún um of. Hún náði að eyða aðeins 40 dollurum á viku með þessari lífsstílsbreytingu. Það er aðeins fjögur þúsund og fjögur hundruð íslenskar krónur.

Hún gekk skrefinu lengra en flestir og reyndi að komast hreinlega hjá því að eyða peningum, ef hún gat það. Hún klæddist aðeins fötum sem hún átti nú þegar í fataskápnum og gerði síðan við fatnað sem var kominn fram yfir síðasta söludag.

Hún byrjaði að hjóla í vinnuna í stað þess að eiga og reka bíl og borðaði aðeins mjög auðveldan og ódýran heimalagaðan mat. Bara með þessu sparaði hún 2,6 milljónir íslenskar krónur á einu ári.

Hægt er að fylgjast með henni á Twitter og einnig á bloggsíðu hennar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×