Lífið

Cuba Gooding Sr. látinn

Anton Egilsson skrifar
Feðgarnir Cuba Gooding Sr. og Cuba Gooding Jr.
Feðgarnir Cuba Gooding Sr. og Cuba Gooding Jr. Vísir/AFP
Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Cuba Gooding Sr., er látinn 72 ára að aldri. BBC greinir frá því að dánarorsök hans verið hafi verið of stór skammtur af fíkniefnum.

Gooding Sr. var á árum áður aðalsöngvari hljómsveitarinnar The Main Ingriedient en hljómsveitin gerði það gott í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Þeirra þekktustu lög eru Just Don‘t Want To Be Lonely og Everbody Plays The Fool.

Elsti sonur Gooding Sr. er stórleikarinn Cuba Gooding Jr. Sá er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Men of Honor, As Good as It Gets og Jerry Maguire. Fyrir þá síðastnefndu sem kom út árið 1996 hlaut hann einmitt óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×