Fleiri fréttir

Brooklyn Nets á sex leikja sigurgöngu eftir sigur á Lakers í nótt

Los Angeles Lakers tókst ekki að komast aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti Brooklyn Nets. Nýliðinn Luka Doncic átti enn einn frábæra leikinn en það dugði þó ekki Dallas Mavericks á móti efsta liði Vesturdeildarinnar Denver Nuggets. Cleveland endaði sjö leikja sigurgöngu Indiana Pacers á sigurkörfu Larry Nance Jr..

Valur og Stjarnan heimsækja bikarmeistarana

Bikarmeistarar Keflavíkur fá Val í heimsókn í 8-liða úrslitum Geysisbikars kvenna. Stjarnan sækir bikarmeistara Tindastóls heim norður á Sauðárkrók

Blokkpartý hjá Vestra í sigrinum óvænta á Haukum

Sextán liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta fóru fram um helgina og klárast með lokaleiknum í Þorlákshöfn í kvöld. Óvæntustu úrslit helgarinnar voru án efa í Jakanum á Ísafirði.

Dagur Kár skoraði tólf stig í eins stigs tapi

Dagur Kár Jónsson átti fínan leik með Flyers Wels í austurrísku úrvalsdeildinni í körfubolta, en hann skoraði 12 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í eins stigs tapi á BC Vienna.

Ellefti sigur Hildar í röð

Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur í liði Celta Zorka á Spáni unnu sinn ellefta sigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Segle í dag.

Sverrir Þór: Lögðum upp með að stöðva Kendall Anthony

"Virkilega ánægður með strákana þó svo að þetta hafi ekki verið gallalaust. Við lögðum upp með að stoppa Kanann þeirra. Gunni og Hörður Axel voru á honum með hjálp frá stóru mönnunum í liðinu frá fyrstu mínútu,“ sagði Sverrir, þjálfari Keflvíkinga, eftir góðan 86-77 sigur á Valsmönnum.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 73-106 │Þórsarar völtuðu yfir Hauka

Þór Þorlákshöfn fór létt með sært lið Hauka í Schenker höllinni í kvöld þegar þeir unnu 33 stiga stórsigur, 73-106, í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Þór var fyrir leikinn í níunda sæti með sex stig eftir níu leiki, sæti neðar en Haukar sem sátu fyrir leikinn í áttunda sæti með átta stig.

Ívar: Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur

Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir