Körfubolti

Gríska undrið mætti með læti til Cleveland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giannis Antetokounmpo
Giannis Antetokounmpo vísir/getty
Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo jafnaði sinn besta leik á ferlinum þegar Milwaukee Bucks vann Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Antetokounmpo náði sér ekki á strik í síðasta leik gegn Indiana Pacers og nmætti tvíefldur til leiks í Cleveland og skoraði 44 stig í 114-102 sigri Bucks. Þar að auki setti hann 14 fráköst, átta stoðsendingar og varði tvö skot. Þetta var í 20. skipti í vetur sem Antetokounmpo fer í tvöfalda tvennu.

Milwaukee komst í 11 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og hélt forystu sinni út leikinn.



Portland Trail Blazers gerði sér lítið fyrir og vann besta lið deildarinnar til þessa, Toronto Raptors, á heimavelli sínum.

Portland hefur átt í vandræðum í síðustu leikjum en skoraði 128 stig á Raptors, þeirra hæstu stigatölu á tímabilinu.

Zach Collins setti 16 stig fyrir Portland og Seth Curry bætti við 13 stigum, hans besta á tímabilinu, og þar af voru þrír stórir þristar snemma í fjórða leikhluta.

Collins og Curry komu báðir af bekknum í liði Trail Blazers en bekkur Portland skilaði 58 stigum á móti 26 stigum bekk Raptors.



Stephen Curry lét það ekki trufla sig of mikið að vallarstarfsfólk Sacramento Kings gerði í því að gera grín að honum fyrir ummælin um að hann tryði því ekki að menn hefðu lent á tunglinu.

Í leikmannakynningunni í upphafi leiks var spilað myndband af geimförum á tunglinu og spiluð tónlist um tunglendinguna.

Curry og félagar gátu hlegið með salnum yfir uppátækinu og þeir voru svo þeir sem fóru brosandi af velli eftir 130-125 sigur Golden State Warriors á Sacramento.

Curry skoraði 35 stig, Klay Thompson 27 og Kevin Durant skilaði 33 stigum.





Úrslit næturinnar:

Boston Celtics - Atlanta Hawks 129-108

Charlotte Hornets - New York Knicks 124-126

Brooklyn Nets - Washington Wizards 125-118

Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 102--114

Philadelphia 76ers - Indiana Pavers 101-113

Memphis Grizzlies - Miami Heat 97-100

Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 109-98

Portland Trail Blazers - Toronto Raptors 128-122

Sacramento Kings - Golden State Warriors 125-130

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×