Körfubolti

KR vann KR | ÍR örugglega áfram í 8-liða úrslit

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
A-lið KR vann B-lið félagsins í kvöld
A-lið KR vann B-lið félagsins í kvöld vísir/bára
Íslandsmeistarar KR unnu B-lið sitt í 16-liða úrslitum Geysisbikar karla í kvöld. Þá komst ÍR örugglega áfram eftir stórsigur á 1. deildarliði ÍA.



KR mætti KR í Vesturbænum en A og B-lið félagsins drógust saman í 16-liða úrslitum.



Leikurinn reyndist auðveldur fyrir A-liðið en liðið dreifði spilatímanum vel á milli manna í leiknum og fengu ungir strákar að spreyta sig.



Íslandsmeistararnir slátruðu hreinlega B-liði sínu 129-54 og er því örugglega komið í 8-liða úrslitin.



Vilhjálmur Kári Jensson og Orri Hilmarsson urðu stigahæstir í A-liðinu með 26 stig hvor.



Hjá B-liðinu var það Skarphéðinn Freyr Ingason sem var stigahæstur með 15 stig.



Fyrstu deildarlið ÍA heimsótti úrvalsdeildarlið ÍR og reyndust ÍR-ingar of sterkir fyrir Skagamenn.



ÍR leiddi eftir fyrsta leikhluta með sex stigum en Skagamenn komu öflugir inn í annan leikhluta og og unnu hann með átta stigum, og leiddu því í hálfleik með tveimur stigum, 37-35.



Allt annað ÍR-lið kom til leiks í seinni hálfleik og sýndu þeir andstæðingum sínum af hverju þeir væru í efstu deild.



Unnu ÍR-ingar þriðja leikhlutann með tuttugu stigum og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Breiðhyltinga. Lokatölur urðu 104-73 og verða ÍR því í pottinum er dregið verður í 8-liða úrslitin ásamt KR og Grindavík.

 

Skúli Kristjánsson var stigahæstur í liði ÍR með 19 stig en Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur hjá Skagamönnum með 17 stig.

 

Skúli Kristjánsson var stigahæstur í liði ÍR með 19 stig en Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur hjá Skagamönnum með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×