Körfubolti

Fyrstu deildarlið Vestra sló út deildarmeistara Hauka

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Nebojsa var frábær í liði Vestra í dag
Nebojsa var frábær í liði Vestra í dag vestri.is
Fyrstu deildarlið Vestra kom öllum að óvörum með því að slá út deildarmeistara Hauka út úr Geysisbikar karla í dag.



Flestir bjuggust við þægilegum sigri Hauka gegn Vestra í bikarkeppninni í dag. Haukar sitja í 9. sæti Dominos-deildarinnar á meðan Vestri er í 4. sæti 1. deildar.



Svo varð hins vegar ekki.



Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta, 27-23 en Vestri komu sterkari inn í annan leikhluta og leiddu Vestri í hálfleik 43-40.



Vestri jók við forystu sína í þriðja leikhluta en Haukar voru sterkari í lokaleikhlutanum, en það var of lítið og of seint. Vestri unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 87-83 og er því komið í 8-liða úrslit Geysisbikarsins.



Nebojsa og Nemanja Knezevic voru frábærir í liði Vestra í dag, athuga skal að þeir eru ekki bræður þrátt fyrir sama eftirnafnið. Nebojsa daðraði við þrefalda tvennu en hann skoraði 36 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nemanja var frábær undir körfunni, en hann tók 23 fráköst, ásamt því að bæta við 17 stigum og 7 stoðsendingum.



Kristinn Marinósson var stigahæstur í liði Hauka með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×