Körfubolti

Þóra Kristín borin af velli: Óttast um slitna hásin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þóra borin af velli.
Þóra borin af velli. vísir/einar
Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka, var borin af velli er Haukar spiluðu við Grindavík í Geysisbikar kvenna í körfubolta í kvöld.

Þóra var búin að fara á kostum í leiknum en hún var komin með 25 stig er hún meiddist í samstuði við einn leikmann Grindavíkur er Þóra kastaði sér á eftir boltanum. Hún virtist lenda illa og lá eftir.

Í samtali við Vísi í leikslok sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, þjálfari liðsins, að það væri óvíst hversu lengi Þóra Kristín væri frá en hún sagði að sjúkraþjálfararnir hafi óttast um að landsliðskonan væri með slitna hásin.

Hún vonaðist þó eðlilega eftir betri tíðindum en hún reiknaði með frekari tíðindum síðar í kvöld.

Haukarnir höfðu betur í leiknum gegn Grindavík í kvöld en þetta er mikið áfall fyrir Hauka ef Þóra verður lengi frá, eins og allt lítur út fyrir.

Hún hefur verið að meðaltali með rúmlega þrettán stig í vetur en auk þess hefur hún gefið sex fráköst og gefið fimm stoðsendingar. Framlag upp á tæplega fimmtán en Haukar eru í næst neðsta sæti deildarinnar. Einnig var hún þriðja í vali á körfuboltakonu ársins sem var tilkynnt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×