Körfubolti

Snæfell setti sjötíu stig í fyrri hálfleik í risa bikarsigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Snæfellingar gerðu góða ferð til Akureyrar
Snæfellingar gerðu góða ferð til Akureyrar vísir/ernir
Snæfell spilar til átta liða úrslita í Geysisbikar kvenna eftir 74 stiga sigur á Þór frá Akureyri í dag.

Snæfell er á toppi Domino's deildar kvenna, með Keflavík og KR, á meðan Þór Akureyri er um miðja deild í 1. deildinni og því ljóst að um gríðarlega erfitt verkefni fyrir heimakonur í Þór væri að ræða.

Verkefnið varð hins vegar ómögulegt eftir fyrstu tíu mínúturnar. Þór skoraði þrjú stig í fyrsta leikhluta á meðan Snæfell setti 32 stig. Staðan í hálfleik var 17-70.

Seinni hálfleikurinn varð mera af því sama og lokatölur urðu 36-110.

Heiða Hlín Björnsdóttir skoraði 22 stig fyrir Snæfell og Anna Soffía Lárusdóttir og Tinna Alexandersdóttir gerðu 21 stig hvor.

Rut Herner Konráðsdóttir var stigahæst Þórs með 11 stig.

Skallagrímur, Stjarnan, ÍR og Valur eru komin í átta liða úrslitin. Tindastóll og Breiðablik eigast við seinna í dag og 16-liða úrslitin klárast á morgun með tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×