Formúla 1

Verstappen á ráspól og jafnaði 35 ára gamalt met

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen er í algjörum sérflokki í Formúlu 1.
Max Verstappen er í algjörum sérflokki í Formúlu 1. Qian Jun/MB Media/Getty Images

Heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir fremstur þegar ítalski kappaksturinn í Formúlu 1 fer af stað á morgun.

Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar þegar hann kom í mark á 1:14,746 aðeins 0,074 sekúndum betri tíma en Oscar Piastri á McLaren sem ræsir annar.

Liðsfélagi Piastri á McLaren, Lando Norris, ræsir þriðji, en í fjórða og fimmta sæti verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz.

Þetta er áttunda keppnin í röð sem Verstappen mun ræsa á ráspól og er hann þar með búinn að jafna met Ayrton Senna frá árinu 1989.

Gengi Verstappen í tímatökunum í dag kemur kannski einhverjum á óvart þar sem Red Bull-liðið virtist vera í vandræðum á æfingum á Imola-brautinni um helgina. Liðsfélagi Hollendingsins, Sergio Perez, lenti einmitt í vandræðum í tímatökunum og mun aðeins ræsa ellefti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×