Körfubolti

Njarðvík síðasta liðið í átta liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar var öflugur í kvöld.
Elvar var öflugur í kvöld. vísir/bára
Njarðvík er komið í átta liða úrslit Geysisbikarsins eftir sigur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld en lokatölurnar 96-76.

Njarðvík byrjaði af miklu krafti og þeir voru átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-13, en heimamenn rönkuðu við sér í öðrum leikhlutanum.

Þeir unnu hann með tólf stiga mun og staðan í hálfleik var jöfn, 45-45. Aftur tóku Njarðvíkingar við sér í þriðja leikhluta og náðu upp góðu forskoti fyrir fjórða leikhlutann.

Í síðasta leikhlutanum spiluðu gestirnir úr Njarðvík feykna góða vörn. Heimamenn voru einungis komnir með fjögur stig eftir fyrstu sjö mínúturnar í fjórða leikhlutanum.

Að lokum varð sigurinn nokkuð þægilegur fyrir gestina úr Njarðvík en þeir unnu með tuttuga stiga mun, 96-76. Það er því ljóst hvaða lið eru komin í átta liða úrslitin en þau má sjá hér að neðan.

Elvar Friðriksson var stigahæstur hjá Njarðvík með 32 stig. Að auki gaf hann sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Næstur kom Jeb Ivey með átján stig.

Í liði heimamanna var það Kinu Rochford sem var stigahæstur með 26 stig og sautján fráköst. Nikolas Tomsick skoraði nítján stig og gaf níu stoðsendingar.

Liðin sem eru komin í átta liða úrslitin en dregið verður á morgun:

Njarðvík

Stjarnan

Skallagrímur

Tindastóll

Vestri

ÍR

KR

Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×