Körfubolti

Meiðsli Þóru Kristínar ekki alvarleg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þóra Kristín Jónsdóttir
Þóra Kristín Jónsdóttir vísir/vilhelm
Meiðsli Þóru Kristínar Jónsdóttur eru ekki eins alvarleg og fyrst var talið. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.

Þóra Kristín var borin af leikvelli í lok leiks Hauka og Grindavíkur í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í gærkvöld og sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, að óttast væri að hásin hefði slitnað.

Í morgun greindi Morgunblaðið hins vegar frá því að eftitr læknisskoðun væri ljóst að báðar hásinarnar væru heilar.

Þóra er lykilmaður í liði Hauka og skorar 13,5 stig að meðaltali í leik í vetur. Hún hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðustu misseri og varð í gær þriðja í kjöri KKÍ á körfuboltakonu ársins


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×