Fleiri fréttir

Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar

Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú viðskipti og fjármál Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump. Það er liður í rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump.

Danir borga hreinsunina

Eftir áralangar deilur um hver eigi að greiða fyrir að fjarlægja málmrusl og skaðlegan úrgang á yfirgefnum herstöðvum Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur nú danska stjórnin ákveðið að greiða 30 milljónir danskra króna á ári næstu fimm árin vegna hreinsunarinnar.

Fleiri konur til öfgasamtaka

Sænska öryggislögreglan hefur áhyggjur af því að fleiri konur hafi haldið til svæða þar sem stríðsátök eru og gengið til liðs við samtök öfgasinnaðra múslíma.

Finnar hækka viðbúnaðarstig

Öryggislögreglan í Finnlandi hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkaógnar.

Varaforsetinn ræður sér lögfræðing

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa.

Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar

Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins.

Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar

Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“.

Kviðdómendur Cosby sitja enn á rökstólum

Mikið álag hefur verið á kviðdómendum í kynferðisbrotamálinu gegn Bill Cosby. Þeir hafa ráðið ráðum sínum í yfir tuttugu tíma og hafa meðal annars fengið að hlusta aftur á lykilframburð í málinu.

Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband

Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu.

Aukakílóin talin hættuleg

Nokkur aukakíló á líkamanum geta verið nóg til að hættan á ótímabærum dauða aukist, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Þeir sem yppta öxlum taka áhættu, segja vísindamenn sem stóðu að rannsókninni.

Leituðu í brunarústunum í alla nótt

Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist.

Vann rúmar 800 milljónir króna í Víkingalottó

Einn Dani hafði heppnina með sér í kvöld þegar hann vann 832 milljónir króna í Víkingalottói. Daninn var með allar sex tölurnar réttar auk svokallaðrar Víkingatölu en enginn var með 2. vinninginn, það er sex tölur réttar.

Anita Pallenberg er látin

Fyrirsætan og leikkonan Anita Pallenberg er látin, 73 ára að aldri. Hún er einna þekktust fyrir sambönd sín við liðsmenn bresku sveitarinnar Rolling Stones.

Helgi hlúði að slösuðum í nótt

Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir