Erlent

Sjö látnir í sprengingu við leikskóla í austurhluta Kína

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sprengingin varð í Fengxian austurhluta Kína í dag.
Sprengingin varð í Fengxian austurhluta Kína í dag. Google Maps/skjáskot
7 eru látnir og 59 eru særðir í sprengingu við inngang leikskóla í Fengxian-sýslu í Jiangsu-héraði í austurhluta Kína í dag. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar.

Lögregla rannsakar nú málið en leikskólinn er staðsettur í Fengxian í Jiangsu-héraði í austurhluta Kína. 2 létust á vettvangi og 5 eftir að komið var með þá á sjúkrahús. Sprengingin varð þegar foreldrar voru að sækja börn sín í leikskólann rétt fyrir klukkan 17 að staðartíma.

Þá sýndu myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum, sem sagt er að séu frá vettvangi árásarinnar, börn og fullorðna liggjandi í blóði sínu á jörðinni.

Ekki er vitað hvort sprengingin hafi verið slys eða hvort henni hafi verið komið af stað af ásetningi. Þó er talið að sprengingin hafi átt upptök sín í hylki með gasi til heimilisnota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×