Erlent

Átján létu lífið í árás á veitingastað í Mogadishu

Atli Ísleifsson skrifar
Vígamenn úr röðum hryðjuverkasamtakanna al-Shabab stóðu að árásinni.
Vígamenn úr röðum hryðjuverkasamtakanna al-Shabab stóðu að árásinni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti átján létu lífið í sjálfmorðssprengju- og skotárás á veitingastað í sómölsku höfuðborginni Mogadishu í gærkvöldi.

Árásin hófst þegar múslimar sátu að snæðingi eftir sólarlag til að virða föstumánuðinn Ramadan.

Vígamenn úr röðum hryðjuverkasamtakanna al-Shabab stóðu að árásinni og um tíma héldu þeir tuttugu manns í gíslingu inni á veitingastaðnum.

Hermenn Afríkusambandsins hröktu al-Shabab út úr höfuðborginni árið 2011 en samtökin hafa þó stóra hluta landsins á sínu valdi enn þann dag í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×