Erlent

Árásarmaður Scalise nafngreindur

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011.
Steve Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Vísir/AFP
Bandarískir fjölmiðlar hafa nafngreint árásarmann bandaríska þingmannsins Steve Scalise sem skotinn var í mjöðmina á hafnaboltavelli í Alexandriu, suður af Washington DC, fyrr í dag.

Washington Post segir árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. Þar kemur fram að hinn 66 ára Hodgkinson hafi rekið ástandsskoðunarfyrirtæki fyrir heimili um árabil en að leyfi hans hafi runnið út í nóvember á síðasta ári og ekki verið endurnýjað.

Einnig segir að Hodgkinson hafi verið ákærður fyrir líkamsárás og fyrir að hafa unnið skemmdarverk á bíl í apríl 2006. Hann hafi þó verið sýknaður fyrir dómi.

Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af Hodgkinson, sem var svo sjálfur skotinn af lögreglu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á fréttamannafundi nú síðdegis að árásarmaðurinn hafi látið lífið af völdum skotsára.

Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála.

Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×