Erlent

Írska þingið samþykkir Varadkar sem nýjan forsætisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Leo Varadkar var kjörinn nýr formaður stjórnarflokksins Fine Gael fyrr í mánuðinum.
Leo Varadkar var kjörinn nýr formaður stjórnarflokksins Fine Gael fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP
Írska þingið samþykkti í dag Leo Varadkar sem nýjan forsætisráðherra landsins. 57 þingmenn greiddu atkvæði með, fimmtíu gegn og 47 sátu hjá.

Varadkar er yngsti og jafnframt fyrsti samkynhneigði maðurinn til að taka við embætti forsætisráðherra Írlands.

Hann var kjörinn nýr formaður stjórnarflokksins Fine Gael fyrr í mánuðinum og tekur hann við formennsku í flokknum og embætti forsætisráðherra af Enda Kenny.

Varadkar er sonur írsks hjúkrunarfæðings og indversks læknis.

Varadkar hefur gert Simon Coveney að varaformanni flokksins, en þeir börðust um formennskuna í flokknum.

Eftir að hafa verið samþykktur af þinginu fór Varadkar að forsetahöllinni þar sem Michael D Higgins forseti staðfesti skipunina formlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×