Fleiri fréttir

Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan

Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða

Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli

SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld.

Katrín ræður tímanum og getur breytt honum

Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann.

Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.

Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar

Lögmaður tveggja stúlkna og móður þeirra hefur lagt fram kærur bæði til ríkis- og héraðssaksóknara vegna meðferðar lögreglu á rannsókn brota föðurins gegn stúlkunum. Málið komst í hámæli í vor vegna afskipta þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu.

Grunaður um að hafa kveikt í eyðibýli

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í eyðibýlinu Illugastaðir við Þverárfjall.

Ungir Íslendingar keppa í iðngreinum

Átta ungir Íslendingar munu keppa í fjölbreyttum greinum í Euroskills keppninni í iðngreinum sem haldin er í Búdapest í Ungverjalandi og hefst á morgun.

Ætla að búa sem lengst í foreldrahúsum

Hvergi á Norðurlöndum er leiguverð eins hátt og í Reykjavík og hvergi búa fleiri ungmenni um þrítugt enn í foreldrahúsum. Háskólanemar segja leigumarkaðinn ekki raunverulegan valkost og ætla að búa hjá foreldrum eins lengi og það býðst

Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður

Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku.

Biðlistar eftir biðlistum

Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.

Nauðgunardómur mildaður vegna tafa

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Kristóferi John Unnsteinssyni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannagleði árið 2015.

Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga á samkvæmi í síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir