Innlent

Náðu að forða sér þegar lögregla kom á vettvang

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á níunda tímanum í gærkvöldi var svo tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti.
Á níunda tímanum í gærkvöldi var svo tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti. Vísir/Vilhelm
Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af bifreið á bensínstöð í Breiðholti þar sem hún var með röng skráningarnúmer. Ökumaður og farþegi náðu að forða sér þegar lögregla kom á vettvang. Númerin voru klippt af bifreiðinni og hún færð í stæði, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var svo tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti. Ung kona er grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Hún var vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×