Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður ítarlegt viðtal við Hilmar Ragnarsson, son Ragnars Lýðssonar sem lést eftir stórfellda líkamsáras af hendi bróður síns í mars síðastliðnum. Hilmar og systkini hans þrjú eru mjög ósátt við niðurstöðu dómsins, en bróðirinn fékk sjö ára dóm fyrir manndráp, og spyr Hilmar sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá vægari dóm.

Einnig verður rætt við háskólanema sem segja leigumarkaðinn ekki raunverulegan valkost og ætla að búa hjá foreldrum eins lengi og það býðst. Við fáum einnig að vita meira um smáhýsin 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa, við fjöllum um nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem gjaldhlutfall helst óbreytt og við heyrum í heiðursborgurum Reykjavíkurborgar sem telja með öllu óverjandi að reist verði hótel í Víkurgarði við Austurvöll.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×